Landslag

Prufaði Hasselblad-digitalvél í dag það var æði

Ég hefið betur látið það ógert að fá lánaða Hasselblad vélina hans Jira Hronik,Það var algert æði að mynda aftur á milli-formats vél, reyndar átti eina slíka fyrir 4 árum síðan það var Mamiya RZ67. en ég skipti henni þá upp í Nikon D100. Mamiyan var þá bara búinn að safna ryki upp á hillu í 2 ár.Myndavélin sem ég prófaði er af fyrstu kynslóð Stafræna myndavéla frá Hasselblad og heitið H1 , vélin er bæði stafræn og filmu vél, það er að maður getur skipt um bak á henni og sett annars vegar Stafrænt bak og hins vegar filmu bak sem gerir hana...

Meira / Read more...

Byrjaði daginn á því að elta McNaught

Ég byrjaði daginn á því að fara að elta halastjörnuna McNaught en hún blasti bara við mér þegar ég mætti á í vinnuna um kl 9 í morgun, þessa mynd tók ég kl 9:28 í morgun frá Reykjavíkurvegi en það er vegurinn sem liggur milli Engjavegar og Suðurlandsbrautar. Stjarnan var þá yfir Hellisheiði.Myndin er tekin á Nikon D2X og linsan sem ég nota er Nikkor 80-200mm ƒ/2.8 með tvöfaldara (teleconverter).

Meira / Read more...

Hellisheiðar virkjun á Nýársdag

Ég brá mér í bíltúr á nýársdag upp á Hellisheiði til að leita að nýjum mótífum til að mynda og sá þá Hellisheiðarvirkjun í nýju ljósi. Þessi mynd er tekinn upp á fjallinu fyrir austan virkjunina. Annars var ég frekar blindur á mótíf í þessari ferð líklegast vegna þess að áramótin voru í gær, en ég ætla að koma aftur á þennann stað til að mynda og þá með 14mm linsuna mína með, en hún gleymdist í dag.

Meira / Read more...