Fréttir / Blogg

Fimmtudagur á fjöllum

Loksins tókst mér að fara að gosstöðunum á Fimmvörðuhálsi og vera þar í réttri byrtu,, það er að segja í ljósaskiptunum,, lagði að stað úr bænum kl 2 og var kominn að gosstöðunum kl 6. Umferðin á jöklinum var nokkuð mikill, það lá við að maður gæfi stefnuljós ef maður ætlaði að taka taka nýja stefnu , alla vegana leit maður alltaf í spegilinn,, bara til að koma í veg fyrir að einhver annar  keyrði ekki á mann, taldi 50 bíla á undan okkur á jöklinum á leiðinni uppeftir, en ljósa dýrðin á leiðinni heim minnti mann á morgun umferðina á Miklubraut á morgnana,  en sjón er sögu ríkari og hér koma nokkrar myndir sem ég tók í ferðinni,,,, tók upp fullt af vídeó í gær vona að ég nái að setja það inn á vefinn um páskana

Leave a reply

Fields marked with * are required