Landslag

Prufaði Hasselblad-digitalvél í dag það var æði

Ég hefið betur látið það ógert að fá lánaða Hasselblad vélina hans Jira Hronik,halldor-008350n.jpgÞað var algert æði að mynda aftur á milli-formats vél, reyndar átti eina slíka fyrir 4 árum síðan það var Mamiya RZ67. en ég skipti henni þá upp í Nikon D100. Mamiyan var þá bara búinn að safna ryki upp á hillu í 2 ár.Myndavélin sem ég prófaði er af fyrstu kynslóð Stafræna myndavéla frá Hasselblad og heitið H1 , vélin er bæði stafræn og filmu vél, það er að maður getur skipt um bak á henni og sett annars vegar Stafrænt bak og hins vegar filmu bak sem gerir hana 6 X 4,5 milli formats filmu vél. Í dag er H1 vélinn ekki lengur framleidd en þess í stað er kominn ný myndavél frá Hasselblad sem heitir H3D en hún er bara stafræn.Ég myndaði bara Stafrænt í dag og útkoman úr því er algert æði, bæði er Dýftar skerpan allt önnur en í venjulegri Stafrænum vélum og svo er stærðin á myndunum mun stærri en maður á að venjast eða um eða 46,7Mb.þegar ég verð búinn að vinna myndirnar þá mun ég setja þær á netið,

Leave a reply

Fields marked with * are required